Startup Weekend Recap! :)

by

Fyrsta Startup Weekend helgin á Íslandi er nú formlega lokið! Um þriðjungur þátttakenda, eða 15 talsins, kynntu viðskiptahugmynd sem þeir vildu vinna að yfir Startup Weekend. Alls voru sjö hugmyndir sem fengu hljómgrunn sex eða fleiri þátttakenda og unnið var að þeim hugmyndum yfir alla helgina í 54 klukkustundir.

Sex teymi náðu að klára einhverskonar prótótýpu af sinni viðskiptahugmynd sem búið var að þróa og vinna að yfir helgina og kynntu þau hugmyndina fyrir dómnefnd sem ákvarðaði sigurvegara helgarinnar, með bestu hugmyndina.

Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var viðskiptahugmyndin KinWins. KinWins er hvatningarleikur á netinu sem sameinar fjölskylduna og gerir hið daglega líf skemmtilegra. Þú keppir við þína fjölskyldumeðlimi og saman keppið þið við ættingja, vini og aðrar fjölskyldur. Settu markmið fyrir fjölskylduna þína og berðu árangur hennar saman við aðrar. Þú færð stig og verðlaun fyrir að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

KinWins keppa nú í GlobalStartupBattle við sigurvegara þeirra sem tóku þátt í Startup Weekend í tíu öðrum borgum út um allan heim sömu helgi. Sigurvegarinn hlýtur í verðlaun ferð til San Francisco á vegum höfuðstöðva Startup Weekend.

Hægt er að kjósa KinWins á http://globalstartupbattle.com/vote/ – Við hvetjum alla til að styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim í keppninni við hinar viðskiptahugmyndirnar!

Viðskiptahugmyndir á Startup Weekend Volcano 19.-21.nóv
KinWins
Borga.is
Parliscope
MyHappyHangover.is
MyVeryownDesign
Smarter Focus

Hér má sjá myndir af viðburðinum