Tvær vikur í Startup Weekend Reykjavik

by

DSC_6726Nú eru tvær vikur í að Startup Weekend Reykjavík hefjist í Háskólanum í Reykjavík. Helgin er samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans en þetta er í annað sinn á árinu sem slík helgi er haldin. Helgarnar eru þrælskemmtilegar 54 klukkustunda vinnusmiðjur þar sem fólki gefst tækifæri á að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Allir geta tekið tekið þátt hvort sem þeir eru með eða án hugmyndar en á staðnum fá þáttakendur innblástur og leiðsögn í því hvernig megi framkvæma og þróa þær áfram. Yfir helgina fá þátttakendur kynningu á ýmsum tólum og tækjum, tækifæri á að hitta leiðbeinendur úr atvinnulífinu og leiðsögn frá umsjónarmönnum helgarinnar. Þar að auki er þetta frábær leið til að kynnast hressu, hugmyndaríku og drífandi fólki.

Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður og hefur verið haldinn oftar en 1.000 sinnum í rúmlega 450 borgum. Þann 18. október næstkomandi koma 23 viðburðir til með að verða haldnir samtímis í borgum víðsvegar um heiminn og Reykjavík er þar á meðal. Viðburðirnir hefjast á kynningum á föstudagskvöldi, fólk kastar hugmyndum sín á milli og parar sig saman í teymi. Á laugardeginum er áhersla lögð á framkvæmd og í lok helgarinnar er afraksturinn kynntur fyrir þáttakendum, dómurum og veitt eru verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar og framkvæmdina. Helgin hefst föstudagskvöldið 18. október og kostar €20 (um 3.490 kr.) inn á viðburðinn. Skráning fer fram hér.

Hvað er innifalið?
– Hjálpsamir og reynslumiklir mentorar
– Leiðsögn og kennsla á tól og tæki
– Verðlaun fyrir bestu hugmyndina
– Matur og drykkur alla helgina