Sigurvegarar Startup Weekend Reykjavík (Icelandic)

by

Fréttaveitan NUUS sigrar Startup Weekend Reykjavík!

Startup Weekend Reykjavík fór fram helgina 18.-20. október 2013 í Háskólanum í Reykjavík með þátttöku um 70 einstaklinga. 13 teymi voru mynduð utan um jafn margar hugmyndir með það að markmiði að koma framkvæmd þeirra eins langt og mögulegt er yfir eina helgi.

Startup Weekend Reykjavík er samstarfsverkefni Klak Innovit frumkvöðlaseturs og Landsbankans.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin en auk þess hlaut eitt fyrirtæki sérstök aukaverðlaun frá fyrirtækinu DCG ehf. í formi skrifstofuaðstöðu á vegum fyrirtækisins ásamt ýmiskonar aðstoð.

1. sæti – Nuus fréttaveitan
Nuus er fréttaveitu-app fyrir iPad og snjallsíma sem safnar fréttum og upplýsingum á einn stað. Nuus er einskonar Spotify fyrir fréttir.

2. sæti – Oddsizedfeet – https://www.facebook.com/OddSizedFeet
Markmið Odd sized feet er að opna vefverslun þar sem einstaklingar með misstóra fætur geta keypt skó í sínum stærðum.

3. sæti – Green Innovation – https://www.facebook.com/Greeniceland
Markmið Green Innovation er að skapa vettvang fyrir einstaklinga, fyrirtæki og menntastofnanir sem stefna að nýjum og umhverfisvænni starfsháttum.

Aukaverðlaun DCG: Arkimedes
Markmið Arkimedes er að þróa tölvuleik sem byggir á sannreyndum aðferðum til að kenna stærðfræði og gerir kennurum og foreldrum kleift að fylgjast með árangri nemenda með auðveldum hætti.

Allir þátttakendur SW2013